Við fjölskyldan erum alltaf með pizzakvöld einu sinni í viku og okkur finnst ótrúlega skemmtilegt að leika okkur með allskonar útgáfur af pizzum. Þetta er ein af okkar uppáhalds, allavega okkar foreldranna en við gerum hana þegar við eigum skelflettan humar í frystinum. Algjörlega ómótstæðileg pizza sem þið verðið að prófa!
Pizzadeig
Góð jómfrúarolía á botninn
Smávegis af grófu sjávarsalti
200 skelflettir humarhalar
Salt & pipar (smá chilliflögur ef vill)
1/2 rifinn mexíkó ostur
Rifinn mozzarella ostur
Ferskir kirsuberjatómatar
Klettasalat
Léttsteikið humarinn (1-2 mín) í smjöri og kryddið með salti og pipar eða chilliflögum ef þið viljið sterkt bragð. Fletjið þar næst pizzadeigið út og smyrjið botninn með góðri jómfrúarolíu og dreifið smávegis af sjávarsalti yfir. Dreifið rifnum mexíkó osti yfir botninn, dreifið humrinum þar næst yfir og toppið með rifnum mozzarella osti og bakið í 220° heitum ofni í 10 mínútur eða þar til pizzan hefur bakast (ég nota pizzaofn). Takið pizzuna úr ofninum og setjið ferska tómata og klettasalat yfir og berið fram.
Skráðu þig á póstlistann!